Innskráning
Eftir að notendur AaCave kerfisins hafa fyllt út kennitölu, nafn, tölvupóstfang og samþykkt eftirfarndi skilmála fær aðili sent notendanafn og lykilorð í tölvupósti. Í umræddum tölvupósti er linkur sem færir viðkomandi inn á innskráningar viðmót. þar sem notendanafn og lykilorð er skráð til þess að virkja persónulegan aðgang. Eftir að innskráningu er lokið getur notandinn breytt bæði notendanafni og lykilorði. Notandi ber ábyrgð á að varðveita innskráningar upplýsingar og tryggja leynd þeirra sjálfir.
Öryggi og afritun
Kerfin eru rekin eftir hefðbundnum viðurkenndum reglum með öflugri afritatöku. Rekstraraðili mun leitast við eftir fremsta megni að halda uppi óskertri þjónustu, þó er ekki unnt að ábyrgjast 100% uppitíma þar sem upp geta komið ófyrirséðar bilanir en reynt verður að koma í veg fyrir slíkt eftir megni. Reynt verður eftir megni að framkvæma viðhald og uppfærslur utan hefðbundins vinnutíma þannig að notandinn verði fyrir sem minnsu óþægindum við notkun.
Takmörkuð ábyrgð
AaCave ehf telst ekki skaðabótaskyld vegna ófyrirséðra bilana í vél- eða hugbúnaði. Verði gögn fyrir skemmdum vegna slíkra atvika eða villu í hugbúnaði munu starfsmenn aðstoða við enduruppsetningu afrits og leitast við að lagfæra þá villu sem komið hefur upp. AaCave ehf telst ekki ábyrgt vegna notkunar leigukaupa á hugbúnaðinum né afleiddu tjóni er kann að hljótast af notkun hans. Við skráningu í kerfin fær leigukaupi sent lykilorð í tölvupósti sem hann skal breyta og varðveita síðan dyggilega enda veitir það aðgengi að persónulegum aðgangi viðkomandi aðila.
Verðskrá, útgáfa reikninga, greiðsluskilmálar:
AaCave ehf áskilur sér rétt til að uppfæra verðskrá sína sé þess þörf, en mun tryggja að viðskiptavinum verði tilkynnt ef svo er fyrirhugað með 2ja mánaða fyrirvara. Verðskrána má sjá >hér
Notandi fær 30 daga frían aðgang af kerfinu. Eftir þennan 30 daga prufutíma virkjast viðskiptasamband og er þar eftir komið á viðskiptasamningur milli aðila miðað við þær vörur sem notandinn hefur virkjað og tekið í notkun.
Afnotagjald fyrir notkun kerfa eru rukkað mánaðarlega fyrirfram. Útgáfa reikninga miðast við gjalddaga 1 hvers mánaðar og eindaga 15 dögum síðar, dráttarvextir reiknast á vanskil eftir eindaga reiknings. Dæmi - afnotagjald fyrir júlí mánuð: Reikningur útgefinn með gjalddaga 1 júlí, eindagi 15 júlí.
Notandi fær reikning sendan með rafrænum hætti eða í tölvupósti, krafa verður stofnuð og mun birtast í heimabanka notanda þar sem hún skal geidd.
Uppsögn.
Eftir að viðskiptasamningur er komin á er notanda heimilt að segja upp samningi með 2ja mánaða fyrirvara og skal uppsögn þá miðast við mánaðarmót þar á eftir. Uppsögnin skal framkvæmd með sannanlegum hætti t.d. í tölvupósti eða á annan formlegan hátt.
Dæmi 1 : Samningi sagt upp 28. mars - uppsögn tekur gildi frá og með 1 apríl, lokadagur samnings 31 maí.
Dæmi 2: Samningi sagt upp 2. apríl - uppsögn tekur gildi 1 maí, lokadagur samnings 30 júní.
Greiði notandi ekki afnotagjöld í 2 mánuði áskilur leigusali sér rétt til að loka aðgengi að kerfinu þar til eldri skuld hefur verið gerð upp. Einnig er eiganda kerfisins heimilt að loka aðgengi að kerfinu ef viðkomandii samþykkir ekki þá skilmála sem í gildi eru hverju sinni tengt notkun kerfisins.
Skilmálar og breyting.
Skilmálar þessir gilda frá 1. mars 2021. AaCave ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum sé þess þörf, þeir skulu ávallt vera aðgengilegir á heimasíðu fyrirtækisins. Komi til breytinga á skilmálunum mun öllum notendum verða kynnt um breytingu með eðlilegum fyrirvara.
Ágreiningur.
Verði ágreiningur munu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli þannig að hagsmunir aðila verði sem best tryggðir. Komi hinsvegar upp sú staða að ekki náist sátt um ágreiningsmál skulu þau leyst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
Öryggi og persónuvernd:
Mikil áhersla er lögð á öryggi og trúnað þeirra gagna sem kann að myndast í kerfinu við notkun einstakra notenda. Við innskráningu stofnar notandi persónulegan aðgang í kerfinu sem engin hefur aðgang að nema viðkomandi aðili. Ábyrgðin hvílir á notandanum um varðveislu og gerð persónulegs notandanafns og lykilorðs.
Við innskráningu skilur notandi eftir persónuupplýsingar þ.e.a.s. nafn, kennitölu og tölvupóstfang. Þessar upplýsingar ber AaCave ehf ábyrgð á og skuldbindur sig til að nýta aðeins í því viðskiptasambandi sem í gildi er milli aðila hverju sinni. Þessar upplýsingar verða nýttar meðal annars til gerð reikninga og virkjun innheimtu á þeim í heimabanka tengt viskiptunum. Einnig munu umræddar upplýsingar verða notaðar til þess að koma til skila upplýsingum og skilaboðum til umrædds aðila sem tengjast viðskiptasambandi aðila. Þriðja aðila mun undir engum kringumstæðum verða gefin aðgangur að persónuupplýsingum nema opinber yfirvöld krefjist upplýsinga í umboði valds síns.
Starfsmenn hafa á engum tímapunkti aðgengi að þeim upplýsingum sem notandi kann að setja upp í kerfinu. Velji notandi það að veita einstaka starfsmanni aðgangi að sínu svæði tengt ráðgjöf eða aðstoð er viðkomandi starfsmaður bundinn trúnaði og óheimilt að nýta sér þær upplýsingar sem hann kann að öðlast í þeirri vinnu sinni á nokkurn hátt umfram það sem viðkomandi notandi óskar eftir.
Ef einhverjar spurningar vakna, og eða eithvað er óljóst tengt ofangreindum skilmálum er velkomið að hafa samband til nánari útsýringar.